Bækur fyrir börn og unglinga

Birt þann: 27.11.2014

Bækurnar halda áfram að streyma út hjá okkur og þar eru bækur fyrir börn og unglinga langt frá því undanskildar. Á síðustu vikum hefur töluvert komið út af nýjum bókum fyrir yngri lesendur okkar. Þar má nefna nýja bók í flokknum Rökkurhæðir sem nefnist Vökumaðurinn, þriðju bókina um Önnu í Grænuhlíð sem heitir Anna frá eynni, Hjálp eftir Þorgrím Þráinsson, Djásn sem er annað bindið í Freyju-sögu Sifjar Sigmarsdóttur, Þriðju bókina um Kamillu vindmyllu eftir Hilmar Örn Óskarsson, Kamilla vindmylla og svikamyllurnar, Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur, Síðasti galdrameistarinn eftir Ármann Jakobsson, Jólaandinn eftir Guðjón Davíð Karlsson, Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson og síðast en ekki síst má nefna bókina Leitin að Blóðey eftir Guðna Líndal Benediktsson, en fyrir hana fékk hann Íslensku barnabókaverðlaunin í ár.

meira...


14.11.2014

Töfradísin er lokabindið í mögnuðum bókaflokki Michaels Scott um síðasta mánuðinn í lífi gullgerðarmannsins Nicolas Flamel, Bókin er komin í útlán á safninu í vönduðum lestri Margrétar Kaaber. . Fyrri bækurnar, Gullgerðarmaðurinn, Töframaðurinn, S...

meira...

Áhugavert efni

Bókin fjallar um samskipti Íslendinga og Nígeríumanna í skreiðarviðskiptum þessara þjóða. Ólafur lýsir átökum og erfiðleikum í skreiðarsölunni til Nígeríu og segir meðal annars: "Á mörkuðunum undirbauð hver annan. Jafnvel tilraun japanska risafyri...

meira...