Tvær sígildar

Birt þann: 8.4.2014

Tvær sígildar tímamótabækur eru nýkomnar í útlán á Hljóðbókasafni Íslands. Önnur er Ævintýri Artúrs Gordons Pym eftir hrollvekjumeistarann Edgar Allan Poe, mikil ævintýrasaga sem er talin hafa verið fyrirmynd jafn ólíkra sagna og Móbý Dick og Gulleyjunnar. Það er Hjálmar Hjálmarsson sem les. Hin bókin er Ferðin að miðju jarðar eftir Jules Verne, sem áður var þýdd sem Leyndardómar Snæfellsjökuls. Hjörtur Jóhann Jónsson les nýja þýðingu Friðriks Rafnssonar. 

meira...


28.3.2014

Fjórði og síðasti hluti sögu Vilhelms Mobergs um Vesturfarana er nú kominn í útlán á Hljóðbókasafni Íslands.  Síðasta bréfið til Svíþjóðar lokar sögunni um Karl Óskar og Kristínu sem námu land í Ameríku á seinni hluta 19. aldar ásamt fjölda annarr...

meira...

Áhugavert efni

Stundum er stuð að vera strákur en stundum er það bölvað óstuð. Hvernig á maður að vera og hvernig á maður ekki að vera? Í þessari fróðlegu uppflettibók er fjallað um líf íslenskra stráka frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum

meira...