Tilkynning vegna árgjalds

Birt þann: 27.8.2014

Við vekjum athygli ykkar sérstaklega á því að nú verða í fyrsta sinn í sögu Hljóðbókasafnsins tekin upp árgjöld fyrir afnot af safninu. Þetta er gert af illri nauðsyn því staðan er einfaldlega sú að safnið getur ekki haldið áfram að veita þá góðu þjónustu sem það hefur veitt hingað til með því fjármagni sem það hefur til ráðstöfunar. Safnið hefur samkvæmt lögum heimild til að innheimta þessi gjöld og við nýtum okkur það nú í fyrsta sinn. Stofnaðar verða kröfur í heimabanka lánþega að upphæð 2000 krónur. Gjaldfrestur er einn mánuður. Að honum loknum er lokað á aðgang lánþega þar til árgjald hefur verið greitt. Þetta gjald er í samræmi við gjöld á almenningsbókasöfum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl aðgerð, en vonum að þessu verði mætt af skilningi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eins og sjá má í þessari ágætu grein sem Olga Hrönn Olgeirsdóttir sérkennari skrifar í Fréttablaðið í dag:  Bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis


 

meira...


14.8.2014

Fyrir skömmu var fjórði upptökuklefi safnsins settur upp. Hann er frábrugðinn hinum klefunum okkar að því leytinu til að hann er ekki smíðaður inn í rými, heldur keyptur í einingum og settur saman af starfsmönnum safnsins. Hér getið þið séð hverni...

meira...

Áhugavert efni

Fyrsta bók Guðrúnar, Jón Oddur og Jón Bjarni, kom út árið 1974 en hún er fyrsta bókin af þremur um uppátektasama tvíburabræður. Allar hafa þær verið endurútgefnar mörgum sinnum og gerð hefur verið kvikmynd byggð á sögunum. Guðrún er einn þekktasti...

meira...