Kata eftir Steinar Braga

Birt þann: 15.10.2014

Nýjasta bók Steinars Braga hefur hlotið glimrandi dóma og er allrar athygli verð, enda á efni hennar brýnt erindi á öllum tímum. Menntaskólastelpa fer á ball og hverfur sporlaust. Mamma hennar er fullviss um að hún sé á lífi en hefur ekkert í höndunum. Nema orðljót bréf með órekjanlegri undirskrift. Nema dúkkuhúsið. Þangað til nafnlaus maður hringir í lögregluna og tilkynnir um lík í gjótu utan við borgina. KATA er saga um glæp og eftirköst hans, um óskiljanlega grimmd, ærandi sorg og stríðið milli kynjanna þar sem einungis annað þeirra hefur verið gerandi – þangað til núna. Að venju nálgast Steinar Bragi viðfangsefni sitt af vægðarleysi og snertir lesendur djúpt. Bókin er komin í útlán á Hljóðbókasafninu í lestri Kolbeins Proppé og Þórunnar Hjartardóttur. Hér fyrir neðan má sjá Egil Helgason og Steinar Braga spjalla um bókina.


meira...


8.10.2014

Það er árviss viðburður að með haustinu tekur bókaútgáfa í landinu kipp. Notendur Hljóðbókasafnsins munu ekki fara varhluta af því á næstunni og mega eiga von á mörgum spennandi bókum. Sem dæmi má nefna Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IK...

meira...

Áhugavert efni

Bókin fjallar um samskipti Íslendinga og Nígeríumanna í skreiðarviðskiptum þessara þjóða. Ólafur lýsir átökum og erfiðleikum í skreiðarsölunni til Nígeríu og segir meðal annars: "Á mörkuðunum undirbauð hver annan. Jafnvel tilraun japanska risafyri...

meira...